Eins og áin renni í gegnum höfuðið á mér

Ágjöf Hrafnhildar Ingu

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Ágjöf í Einarsstofu, í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum á föstudaginn 29. apríl kl. 17-19.

Á sýningunni eru olíumálverk, einkum sjávarmyndir af brimi, úfnum sjó og öldugangi.

Vestlægur 60x60

Vestlægur (60x60 cm) Olía á striga

Hrafnhildur Inga hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér og í útlöndum.

Sýningin stendur til 8. maí og er opin á sama tíma og Bókasafnið en auk þess á laugardögum frá kl. 11-16 og sunnudögum frá kl. 12-16.

Heimasíða listmannsins er www.hrafnhilduringa.com

Samsýning með Grósku í Garðabæ

Ég tók þátt í samsýningu með Grósku félagi myndlistarmanna í Garðabæ á Garðatorgi þar sem þemað var bernskan. Verkið mitt heitir Þriggja vikna og er af Fimmvörðuhálsgosinu sem náði því að verða þriggja vikna.

Spor þúsunda kvenna – Gjörningur Garðatorgi

Lokakaflinn á – Sporum þúsunda kvenna – gjörningi sem haldinn var á Garðatorgi í tengslum við Kvennahlaupið 2009 og 2010 var síðan í júní í vor. Í þessum gjörningi máluðu rúmlega 5000 íslenskar konur með fótum sínum verk sem síðan var hlutað niður og selt á Garðatorgi og allur ágóði rann til Krabbameinsfélagsins.

Nokkrar myndir frá þessum atburði:

2009 júní Spor þúsunda kvenna

2009 júní Spor þúsunda kvenna

Hvar áttu heima? – Sýning í Gallerí Fold

Fyrr á þessu ári var ég með einkasýningu í Gallerí Fold sem ég nefndi – Hvar áttu heima? – Nafngiftin varð til út af endalausum ferðum mínum á milli Fljótshlíðar og Garðabæjar,
svo stundum vissi ég hreint ekki hvar ég var stödd hverju sinni.
Þema þessarar sýningar var eins og undanfarin ár íslenskt veðurfar, yfirleitt vont,
skýjafar, eldgos og sjólag.
Nokkrar myndir frá opnuninni:
2010 málverk fyrir sýningu Gallerí Fold, opnun

2010 málverk fyrir sýningu Gallerí Fold, opnun

2010 málverk fyrir sýningu Gallerí Fold, opnun

2010 málverk fyrir sýningu Gallerí Fold, opnun

© hrafnhilduringa.com +354 821 3993

Vefhönnun: Vefsala.com